- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bikarmeistararnir áfram á sigurbraut

Bjarki Már Elísson leikmaður Lemgo og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Bikarmeistarar Lemgo með Bjarka Má Elísson innanborðs halda áfram að mjaka sér ofar í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í dag unnu þeir botnlið deildarinnar, Coburg, 27:23 á útivelli. Lemgo er nú komið upp í níunda sæti með 37 stig þegar fjórar eru eftir. Liðið er aðeins stigi á eftir Melsungen, Leipzig og Göppingen.


Bjarki Már skoraði sex mörk að þessu sinni, eitt úr vítakasti.


Uwe Gensheimer skoraði 11 mörk og Andy Schmid sjö þegar Rhein-Nekcar Löwen vann Melsungen í Mannheim, 31:22. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt af mörk Rhein-Neckar Löwen í leiknum og var einu sinni vísað af leikvelli.

Arnari Frey Arnarssyni tókst ekki að skora fyrir Melsungen að þessu sinni en hann átti tvær tilraunin til að skora. Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari Melsungen sem situr um þessar mundir í sjötta sæti.


Önnur úrslit dagsins:
Füchse Berlin – Nordhorn 29:25
Hannover-Burgdorf – Erlangen 27:26.
Fyrr í dag vann Magdeburg öruggan sigur á Göppingen eins og fjallað er um hér.

Í gær vann Kiel lið GWD Minden, 35:30, í Minden.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -