- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Er vonsvikin með hlutverk sitt hjá landsliðinu – „Ég upplifi það þannig“

Þórey Anna Ásgeirsdóttir hleypur inn á leikvöllinn í landsleik. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


„Ég er þá aðallega að tala um hlutverk mitt innan liðsins. Mér finnst mikilvægt að það komi fram að þetta snýst ekki um að ég sé ekki tilbúin að gefa tíma minn í landsliðið. Ég er með frábært bakland og góða vinnuveitendur sem hafa alltaf staðið þétt við bakið á mér varðandi handboltann. Málið er því ekki að ég sé ekki tilbúin að fórna tímanum mínum í þetta,“ segir handknattleikskonan úr Val, Þórey Anna Ásgeirsdóttir í samtali við Vísir um ástæður þess að hún gefur ekki kost á sér íslenska landsliðið.

Þórey Anna á 45 landsleiki að baki og var m.a. með á HM í fyrra og í tveimur landsleikjum í upphafi þessa árs.


Eins og kom fram á handbolti.is í síðustu viku þá hefur það vakið athygli að Þórey Anna, ein af bestu leikmönnum Olísdeildarinnar og leikmaður margfaldra meistara Vals, hefur ekki verið í landsliðinu síðan í byrjun mars.

Áttum gott samtal

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari sagði við handbolta.is í síðustu viku að hann hafi átti samtal við Þóreyju Önnu vegna fjarveru hennar. „Við áttum ágætt samtal og þetta var niðurstaðan. Um það er svo sem ekkert meira að segja,“ sagði Arnar við handbolta.is og bætti við að það væri ekki sjálfgefið að þær geti eða vilji gefa kost á sér enda kostaði þátttaka með landsliðinu talsverðar fórnir.

Sjá einnig: Ég virði hennar ákvörðun

Ég upplifi það þannig

Þórey Anna segir í samtali við Vísi að ákvörðun sín snúist ekki um fórnir heldur hlutverk sitt innan landsliðsins sem hún er vonsvikin með.

„Einhvern veginn hefur það verið þannig að sama hvernig frammistöðu maður hefur sýnt þá hefur það ekki skilað manni neinu. Ég upplifi það þannig, en það getur vel verið að þjálfarinn sjái það allt öðruvísi.“ segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir handknattleikskona í samtali við Vísi í morgun.


Sjá einnig viðtalið í heild á Vísir.is – Þór­ey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlut­verk mitt innan liðsins“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -