ÍBV hefur kært framkvæmd leiks Hauka og ÍBV í 16-liða úrslitum Powerdebikarkeppni karla sem fram fór á Ásvöllum á sunnudaginn. Frá þess segir á mbl.is í dag.
Á mbl.is kemur fram að kæra ÍBV á framkvæmdina snúist um að Haukar hafi fengið að breyta leikskýrslu eftir að frestur til þess að skila inn skýrslunni var runninn út.
Hart hefur verið tekið á af hálfu eftirlitsmanna á leikjum á yfirstandandi leiktíð að leikskýrslum sé ekki ekki breytt þegar innan við klukkustund er þangað til flautað er til leiks. Hafa lið mátt súpa seyðið af breytingunni og gleymsku þeirra sem fylla úr leikskýrslur eins og handbolti.is hefur m.a. sagt frá.
Fara fram á sigur
ÍBV fer fram á það við HSÍ að liði félagsins verður dæmdur sigur í leiknum en það tapaði með átta marka mun, 37:29, er þar með úr leik í Poweradebikarsins.
Sjá einnig: Leikmenn fá ekki að vera með vegna þess að þeir gleymast