Tvö lið sem Íslendinga tengjast taka þátt í 16-liða úrslitum riðlakeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik. Annarsvegar þýska liðið Blomberg-Lippe með landsliðskonurnar Andreu Jacobsdóttur og Díönu Dögg Magnúsdóttur innanborðs og hinsvegar norska liðið Fredrikstad Ballklubb sem Elías Már Halldórsson þjálfar.
Síðari hluti annarrar umferðar undankeppninnar lauk um síðustu helgi og í morgun var dregið í fjóra fjögurra liða riðla. Riðlakeppnin hefst helgina 11. og 12. janúar og verður lokið 22. og 23. febrúar. Leikið verður heima og að heiman, alls sex umferðir. Eftir riðlakeppnina fara tvö efstu lið hvers riðils í átta liða úrslit.
Norska liðið Storhamar vann Evrópudeildina í vor. Af liðunum 16 sem komust í riðlakeppnina að þessu sinni er eitt sem náði inn í undanúrslit í vor, H.C. Dunarea Braila frá Rúmeníu. Brailia vann Val í 1. umferð forkeppninnar fyrir rúmu ári síðan.
A-riðill:
H.C. Dunarea Braila (Rúmenía).
Thüringer HC (Þýskaland).
ATTICGO Bm Elche (Spánn).
Larvik (Noregur).
B-riðill:
Ikast Håndbold (Danmörk).
Sola HK (Noregur).
Borussia Dortmund (Þýskalandi).
SCM Ramnicu Valcea (Rúmenía).
C-riðill:
Motherson Mosonmagyarovari KC (Ungverjaland).
HSG Blomberg-Lippe (Þýskaland).
KGHM MKS Zaglebie Lubin (Pólland).
JDA Bourgogne Dijon Handball (Frakkland).
D-riðill:
HSG Bensheim/Auerbach (Þýskaland).
Paris 92 (Frakkland).
Fredrikstad Ballklubb (Noregur).
Super Amara Bera Bera (Spánn).