- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dregur saman í kapphlaupinu á milli Schiller og Ómars Inga

Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon sækir jafnt og þétt að Marcel Schiller, markahæsta leikmanni þýsku 1. deildarinnar. Schiller er aðeins fjórum mörkum á undan Selfyssingnum þegar fjórar umferðir eru eftir óleiknar. Dregið hefur saman með þeim í undanförnum leikjum og ljóst að endaspretturinn í keppninni um markakóngstitilinn í þýsku 1. deildinni verður ekki síður spennandi en kapphlaupið um meistaratitilinn í deildinni. Aðeins munar einu stigi á Flensburg og Kiel, fyrrnefnda liðinu í vil.


Bjarki Már Elíssson, markakóngur deildarinnar á síðasta tímabili, er ekki langt á eftir Schiller og Ómari Inga en þó nógu langt á eftir til þess að talsvert þarf til þess að hann blandi sér alvarlega í baráttuna. Það auðveldar Bjarka Má heldur ekki róðurinn að hann hefur leikið einum leik færra en Schiller og Ómar Ingi. Bjarki Már missti einn leik úr eftir að Lemgo hóf á ný að leika eftir að kórónuveiran sló sér niður í leikmannahóp liðsins í vor.


Austurríkismaðurin Robert Weber sem var lengi vel efstur á markalistanum hefur misst flugið. Sömu sögu er að segja um Viggó Kristjánsson sem er í sjötta sæti en hann og Weber skiptust á að vera í efsta sæti lengi vel.

Tuttugu markahæstur leikmenn þýsku 1. deilarinnar um þessar mundir:

Marcel Schiller, Göppingen, 242/107.
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg, 238/117.
Bjarki Már Elísson, Lemgo, 212/76.
Robert Weber, Nordhorn, 210/103.
Niclas Ekberg, Kiel, 205/98.

Viggó Kristjánsson, Stuttgart, 204/81.
Hampust Wanne, Flensburg, 197/81.
Julius Kühn, MT Melsungen, 190/0.
Timo Kastening, MT Melsungen, 185/34.
Florian Billek, Coburg, 176/44.

Noah Beyer, Tusem Essen, 175/79.
Christoffer Rambo, GWD Minden, 172/5.
Hans Lindberg, F.Berlin, 164/93.
Jim Gottdridsson, Flensburg, 161/15.
Kai Häfner, MT Melsungen, 156/0.

Andy Schmid, R-N Löwen, 155/27.
Hendrik Wagner, Ludwigshafen, 154/6.
Vladan Lipovina, Balingen, 153/0.
Sander Sagosen, Kiel, 150/12.
Simon Jeppsson, 144/11.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -