- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hársbreidd frá jöfnunarmarki í Basel

Perla Ruth Albertsdóttir að skora úr hraðaupphlaupi í fyrri hálfleik. Ljósmynd/HSÍ
- Auglýsing -


Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði naumlega fyrri vináttuleiknum við landslið Sviss, 30:29, í Basel í kvöld. Thea Imani Sturludóttir skoraði mark en það var ekki dæmt gilt þar sem boltinn var á leiðinni í markið þegar leiktíminn var úti. Sviss var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi. Tveggja marka munur var í hálfleik, 18:16, Sviss í vil. Síðari vináttuleikurinn fer fram í Schaffhausen á sunnudaginn.


Vika er þangað til íslenska liðið leikur sinn fyrsta leik á Evrópumótinu, gegn Hollendingum í Innsbruck.

Íslenska liðið fór illa af stað. Skrekkur virtist í leikmönnum jafnt í vörn sem sókn en illa gekk á báðum vígstöðvum. Svissneska liðið skoraði að vild og var með sex marka forskot, 10:4, þegar Arnar Pétursson tók leikhlé. Breytt var yfir í 5/1 vörn sem Berglindi Þorsteinsdóttur í fremstu víglínu. Breytingin riðlaði sóknarleik svissneska liðsins. Um leið jókst sjálfstraustið innan íslenska liðsins. Það fékk hraðaupphlaup og auðveld mörk auk þess sem sóknarleikurinn var markvissari. Jafn og þétt vannst munurinn upp og Steinunn Björnsdóttir jafnaði metin, 16:16, þegar 90 sekúndur voru til hálfleikshlésins. Svissneska liðið skoraði tvö síðustu mörkin í hálfleik og var tveimur yfir þegar gengið var til búningsherbergja í Rattin Reisen-íþróttahöllinni í Basel. 18:16.

Svissneska liðið var skrefi á undan allan síðari hálfleikinn að því undanskildu að íslenska liðið jafnaði metin tvisvar, 22:22 og 25:25. Herslumuninn vantaði síðan upp á síðustu sekúndurnar í manni fleiri að jafna metin.

Hér er hægt að sjá upptöku frá leiknum: Streymi: Sviss – Ísland, kl. 18.30 – vináttuleikur


Mörk Íslands: Elín Klara Þorkelsdóttir 6, Steinunn Björnsdóttir 5, Perla Ruth Albertsdóttir 4/2, Thea Imani Sturlusdóttir 4, Andrea Jacobsen 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Dana Björg Guðmundsdóttir 1, Katrín Anna Ásmundsdóttir 1.
Varin skot: Elín Jóna Þorsteinsdóttir 8, Hafdís Renötudóttir 3/1.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í Rattin Reisen í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -