- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Er aðeins rólegri en fyrir HM í fyrra

Elín Jóna Þorsteinsdóttir. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

0

„Ég er aðeins rólegri núna en fyrir HM í fyrra enda orðin reynslunni ríkari,“ segir Elín Jóna Þorsteinsdóttir annar markvarða íslenska landsliðsins í handknattleik glöð í bragði í samtali við handbolta.is í Innsbruck í hádeginu áður en hún fór inn á síðustu æfinguna fyrir upphafsleik Íslands á Evrópumótinu sem fram fer á morgun, gegn Hollandi í Ólympíuhöllinni í Innsbruck.


„Ég vona að við náum að toppa þegar á þarf að halda. Holland og Þýskaland eru á meðal bestu landsliða Evrópu. Landslið Úkraínu þekki ég minna enda hef ég ekki mætt því liði áður. Ég er spennt að mæta liðum þessara þjóða,“ sagði Elín Jóna sem er í fínu standi og klár í slaginn.

„Líkaminn er góður, engir verkir og vonandi verður þannig áfram,“ sagði Elín Jóna ennfremur en hún leikur með Aarhus Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í vetur eftir að hafa sagt skilið við EH Aalborg í sumar. Hún er vön hörkuleikjum enda er danska úrvalsdeildin ein sú öflugasta í Evrópu um þessar mundir.

Elín Jóna á að baki 63 landsleiki og var m.a. í HM-hópnum fyrir ári síðan.

„Við vonumst til þess sem liðsheild að geta sýnt hvað í okkur býr. Þá getur niðurstaðan orðið góð. Ég er stolt af því að vera partur af þessu liði,“ segir Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is

Lengra viðtal er við Elínu Jónu er í myndskeiði efst í þessari frétt.

Sjá einnig: EM kvenna ”24 – leikjadagskrá, riðlakeppni

Leikir Íslands í F-riðli EM kvenna 2024:
29. nóvember: Ísland - Holland, kl. 17.
1. desember: Ísland - Úkraína, kl. 19.30.
3. desember: Ísland - Þýskaland, kl. 19.30.

A-landslið kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -