Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í GOG hrepptu í dag bronsverðlaun í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. GOG vann Holstebro með fjögurra marka mun, 33:29, í oddaleik um bronsið á heimavelli. GOG var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:14.
Viktor Gísli stóð í marki GOG nær allan leikinn og varði 12 skot, þar af eitt vítakast auk þess sem hann gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark. Hlutfallsmarkvarsla hans var 31,58%.
Óðinn Þór Ríkharðsson náði ekki að skora í kveðjuleik sínum fyrir Holstebro. Hann átti tvö skot að marki Viktors Gísla en hafði ekki erindi sem erfiði. Óðinn Þór flytur heim í sumar eftir þrigga ára veru í Danmörku og gengur til liðs við KA.
Leiktíðin er ekki þar með á enda hjá Viktori Gísla og félögum. Þeir taka þátt í úrslitahelgi dönsku bikarkeppninnar um komandi helgi.
- Sjö marka tap í Dortmund – heimaleikur á miðvikudag
- Fyrirfram hefði ég alltaf þegið jafntefli – fyllum Hlíðarenda á laugardag
- Uppgjör á Hlíðarenda eftir skiptan hlut í Porriño
- Vil sjá einbeitt lið og troðfulla höll
- Taka til varna vegna bannsins langa