- Auglýsing -
- Danski landsliðsmaðurinn Casper U. Mortensen kveður Barcelona í sumar eftir þrjú ár hjá félaginu. Hann greindi frá þessu á Instagram í gær. Ekki kom fram með hvaða liði Mortensen leikur með á næsta keppnistímabili. Hann hefur átt erfitt uppdráttar tvö síðustu ár vegna þrálátra hnémeiðsla. Mortensen kom til Barcelona frá Hannover-Burgdorf.
- Foráðamenn sænska félagsins IK Sävehof eru stórhuga. Þeir hafa ákveðið að óska eftir að bæði karla- og kvennalið félagsins fái aðgang að Meistaradeildunum í handknattleik á næsta tímabili. Karlalið IK Sävehof er sænskur meistari frá í vor. Svíar áttu ekki sæti í Meistaradeildinni í vetur sem leið en IFK Kristianstad lék um árabil í Meistaradeildinni meðan þátttökulið voru fleiri en nú.
- Kvennalið IK Sävehof hafnaði í öðru sæti í sænsku úrvalsdeildinni en þar sem forráðamenn meistaraliðsins Skuru IK hafa gefið frá sér sæti í forkeppni Meistaradeildar er áhugi hjá Sävehof að nýta keppnisrétt Svíþjóðar í forkeppni Meistaradeildarinnar í haust. Sävehof var í Meistaradeild kvenna fyrir nokkrum árum og m.a. lék Birna Berg Haraldsdóttir með liðinu í keppninni leiktíðina 2013/2014 og fyrst íslenskra handknattleikskvenna til þess að leika í Meistaradeildinni.
- Spænska dagblaðið Mundo Deportivo greindi frá því í gær samkvæmt heimildum að Barcelona hafi náð samkomulagi við þýska félagsliðið um að kaupa upp samning Carlos Ortega þjálfara við félagið. Talið er að Barcelona greiði Hannover-Burgdorf um 250.000 evrur, jafnvirði tæpra 37 milljóna króna. Ortega þjálfara stendur til boða þriggja ára samningur hjá Barcelona.
- Portúgalski landsliðsmaðurinn Fabio Magalhaes hefur framlengt samning sinn við Porto til þriggja næstu ára. Þetta er góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Porto sem hafa mátt sætta sig við að André Gomes og Miguel Martins hafa ákveðið að róa á ný mið í sumar.
- Auglýsing -