- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Norska landsliðið hans Þóris er komið í milliriðla

Þórir Hergeirsson hinn sigursæli landsliðsþjálfari Noregs. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Evrópumeistarar Noregs í handknattleik kvenna eru öruggir um sæti í milliriðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik eftir annan sigur sinn í riðlakeppni mótsins í Innsbruck í Austurríki í kvöld. Norska liðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann austurríska landsliðið með 14 marka mun, 38:24, og hefur fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leikina.


Einnig eiga heimsmeistarar Frakka og Ungverjar víst sæti í milliriðlum eftir aðra sigurleiki sína á mótinu í dag. Franska landsliðið lagði það spænska eftir talsverðan barning í Basel, 24:22. Spánverjar voru mark yfir í hálfleik.

Ungverska landsliðið vann sannfærandi sigur á sænska landsliðinu Debrechen í Ungverjalandi, 32:25, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13. Þrátt fyrir tapið eru verulegar líkur á að Svíar elti Ungverja upp úr riðlinum. Sænska landsliðið mætir tyrkenska landsliðinu á mánudag.

Breistøl markahæst

Kristine Breistøl var markahæst í norska landsliðinu með sex mörk. Thale Rushfeldt Deila var næst með sex mörk.

Norska landsliðið mætir landsliði Slóvakíu í síðustu umferð E-riðils á mánudagskvöld. Slóvakar eru álitnir með slakasta liðið í riðlinum.

Noregur er í E-riðli Evrópumótsins og mætir liðum úr D- og F-riðlum í milliriðli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -