Handknattleiksmaðurinn efnilegi Andri Már Rúnarsson hefur framlengt samning sinn við Fram til næstu tveggja ára. Andri Már kom til Fram á síðasta sumri frá Stjörnunni og var einn besti leikmaður liðsins, ekki síst óx honum ásmegin eftir því sem lengra leið inn á timabilið. Hann var einnig markahæsti leikmaður Safamýrarliðsins með 100 mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, í 22 leikjum Olísdeildarinnar sem gerði hann að níunda markahæsta leikmanni deildarinnar.
Andri Már var nýverið valinn í æfingahóp U-19 ára landsliðið sem á fyrir höndum að búa sig undir þátttöku á Evrópumótinu sem haldið verður í Króatíu 12. til 22. ágúst.
Í lokahófi handknattleiksdeildar Fram á dögunum var Andri Már valinn efnilegasti leikmaður síðasta tímabilsins.
„Andri Már hefur staðið sig afar vel hjá okkur í Fram og berum við miklar væntingar til hans fyrir komandi tímabil. Hann er ungur, metnaðargjarn og duglegur og leggur sig alltaf 100% fram og er frábær fyrirmynd fyrir leikmenn sem vilja ná langt,“ segir m.a. í tilkynningu frá handknattleiksdeild Fram.
Andri Már er bróðir Sigtryggs Daða Rúnarssonar leikmanns ÍBV.
- Dagskráin: Í mörg horn á líta innanlands og utan
- Haukar mæta Lviv tvisvar á Ásvöllum um helgina
- Molakaffi: Sabate hættir, Filter, lögðu árar í bát, Kündig
- Dagur stýrði Króötum til öruggs sigurs á Slóvenum – öll úrslit vináttuleikja
- Grill 66 kvenna: 10 marka sigur Víkinga – Fjölnir önglaði í tvö stig