Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna mætir landsliði Úkraínu í annarri umferð F-riðils Evrópumóts kvenna í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í Austurríki klukkan 19.30 í kvöld. Bæði lið töpuðu í fyrst umferð á föstudaginn. Ísland beið lægri hlut í hörkuleik við Hollendinga, 27:25. Úkraína steinlá fyrir Þýskalandi, 30:17. Sigur í leiknum í kvöld skiptir öllu máli fyrir hugsanlegt framhald keppni í mótinu.
Rifjum aðeins upp stemninguna í leiknum við Hollendinga á föstudaginn í myndum Hafliða Breiðfjörð ljósmyndara.
(Smellið á myndirnar til að sjá þær í hærri upplausn).
EM kvenna ”24 – leikjadagskrá, riðlakeppni
- Auglýsing -