- Viðureign Íslands og Úkraínu í annarri umferð F-riðils Evrópumóts kvenna hefst klukkan 19.30. Tólf ár eru síðan kvennalandslið þjóðanna áttust síðast við.
- Ísland og Úkraína mættust síðast í handknattleik kvenna í umspili fyrir EM 2012. Úkraína hafði betur samanlagt í tveimur leikjum, 21:20 og 22:20. Úr núverandi landsliði tóku tvær þátt í leikjunum, Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir.
- Síðan 2012 hafa landslið þjóðanna ekki mæst í kvennaflokki. Þótt íslenska liðið tapaði leikjunum þá hreppti það þátttökurétt á EM 2012 eins og handbolti rifjaði upp hér.
- Árið áður, vorið 2011, vann íslenska landsliðið samanlagðan sigur á Úkraínu í tveimur viðureignum í forkeppni HM, 37:18 og 24:24.
- Úkraína var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla keppninna í vor. Ísland var í þriðja styrkleikaflokki.
Úkraína var síðast með á EM fyrir áratug og hafnaði í neðsta sæti af 16 liðum. Landslið Úkraínu var með á HM fyrir ári og hafnaði í 23. sæti, tveimur sætum ofar en íslenska landsliðið. - Eini sigurleikur Úkraínu á HM í fyrra var gegn Kasakstan, 37:24, í riðlakeppninni. Sigurinn nægði til þess að komast í milliriðla þar sem enginn leikur vannst en andstæðingarnir voru Argentína, Tékkland og Holland.
- Landslið Úkraínu hefur einu sinni unnið silfurverðlaun á EM kvenna, árið 2000 í Rúmeníu. Úkraína tapað fyrir Ungverjalandi í úrslitaleik.
- Ísland hefur leikið sjö leiki í lokakeppni EM og tapað öllum. Takist íslenska landsliðinu að vinna í kvöld er ekki aðeins fyrsti sigurinn á EM heldur getur hann opnað möguleika á að verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspil HM 15. desember í Vínarborg. Umspilsleikirnir fara fram í apríl. HM eftir ár fer fram í Hollandi og Þýskalandi.
- Úkraína lagði Ísrael í tvígang, vann og gerði jafntefli við Slóvaka en tapaði tvisvar fyrir Þýskalandi í undankeppni EM.
- Ísland vann aftur á móti Lúxemborg og Færeyjar í tvígang hvora þjóð og tapað tvisvar fyrir Svíþjóð í undankeppninni.
- Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir leika sína 60. landsleiki í dag. Rut Arnfjörð Jónsdóttir lék sinn 120. landsleik gegn Hollandi í fyrrakvöld.
- Síðasti leikur Íslands í riðlakeppni EM 2024 verður gegn þýska landsliðinu á þriðjudagskvöld. Viðureignin hefst klukkan 19.30 eins og leikurinn við Úkraínu í kvöld.
EM kvenna ”24 – leikjadagskrá, riðlakeppni
A-landslið kvenna – fréttasíða.
- Auglýsing -