- Auglýsing -
Stefán Rafn Sigurmannsson og Brynjólfur Snær Brynjólfsson hita upp með Haukaliðinu og eru einnig á meðal þeirra sem taldir eru upp á leikskýrslu liðsins fyrir síðari úrslitaleikinn á Íslandsmótinu í handknattleik karla sem fram fer í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld og hefst klukkan 19.30.
Hvort þeir leika stórt eða smátt hlutverk í leiknum í kvöld kemur í ljós.
Stefán Rafn tók ekki þátt í fyrri viðureign Hauka og Vals á þriðjudaginn vegna tognunar á læri sem hann hlaut í undanúrslitaleik Hauka og Stjörnunnar fyrir viku.
Brynjólfur Snær tognaði á ökkla snemma leiks á þriðjudaginn í fyrri leik Vals og Hauka sem Valur vann með þriggja marka mun, 32:29.

- Hlakka til að ná fram hefndum gegn Spánverjum
- Þetta var gríðarsterkt hjá strákunum
- Ísland leikur til úrslita á Opna EM í Gautaborg
- Sif ætlar að standa vaktina hjá ÍR
- Myndasyrpa: Strákarnir á leiðinni í undanúrslitaleikinn
- Auglýsing -