- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færeyingar kræktu í stig – fyrrverandi markvörður Hauka skellti í lás

Annika Friðheim Petersen markvörður færeyska liðsins fór á kostum. Að baki hennar er Claus Mogensen þjálfari færeyska landsliðsins. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Færeyingar gerðu sér lítið fyrir og kræktu í sitt fyrsta stig í sögu Evrópumóta kvenna í handknattleik í dag þegar þeir gerðu jafntefli við Króata, 17:17, í æsispennandi leik í Basel í D-riðli mótsins. Ekki var skoraði mark síðustu fimm mínútur leiksins eftir að Dejana Milosavljevic jafnaði metin fyrir Króata, 17:17. Færeyingar áttu síðustu sókn leiksins en fengu dæmdan á sig ruðning. Þetta er óvæntustu úrslit á EM til þessa.

Annika Friðheim Petersen, fyrrverandi markvörður Hauka, fór hamförum í markinu. Hún varði 15 skot, 53%.


Aðeins eru fjögur ár síðan Króatar unnu bronsverðlauna á Evrópumóti kvenna.

Færeyingar sem eru með á EM í fyrsta sinn voru í fyrsta sinn yfir í hnífjöfnum leik, 17:16. Króatar voru marki yfir í hálfleik, 9:8.

Frammistaða færeyska liðsins er aðdáunarverð og er enn eitt dæmið um miklar framfarir í handknattleik í landinu. Færeyingar voru að elta Króata allan leikinn og lentu m.a. nokkrum sinnum tveimur mörkum undir. Barátta leikmanna færeyska liðsins er sannarlega aðdáunarverð.

Færeyska liðið tapaði fyrir Sviss í fyrstu umferð á föstudaginn, 28:25, eftir að hafa byrjað leikinn afar illa. Færeyingar, sem voru í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla, mæta Dönum í síðustu umferð D-riðils á þriðjudagskvöld.

Mörk Færeyja: Turið Arge Samuelsen 5, Jana Mittun 5, Pernille Brandenborg 4, Anna Elisabeth Halsdóttir Wyhe 2, Súna Krossteig Hansen 1.
Varin skot: Annika Friðheim Petersen 15, 53%, Rakúl S. Wardum 1, 33%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -