Ómar Ingi Magnússon meiddist á ökkla snemma viðureignar SC Magdeburg og Bietigheim í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Ómar Ingi var borinn af leikvelli og kom ekkert meira við sögu. Ekki er ljóst hvort meiðslin eru alvarleg og munu hugsanlega koma niður á þátttöku hans á heimsmeistaramótinu í janúar.
Magdeburg vann leikinn með níu marka min, 35:26. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg og gaf fjórar stoðsendingar.
Uppfært: Óttast er að meiðsli Ómars Inga geti verið alvarleg.
Eftir um tveggja mínútna leik stökk Ómar Ingi upp en lenti með annan fótinn ofan á rist mótherja sína. Nokkrar mínútur tók að búa um ökklann áður en Ómar Ingi var borinn af leikvelli í börum.
- Auglýsing -