Kvennalandslið Ísland og Þýskalands hafa einu sinni mæst á stórmóti í handknattleik. Viðureignin fór fram í Santos í Brasilíu fyrir 13 árum á heimsmeistaramóti sem haldið var í landinu. Ísland fór með sigur úr býtum, 26:20, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleiks, 13:12.
Tvær úr landsliði Íslands kvöld, þegar landsliðs þjóðanna mætast í úrslitaleik um sæti í milliriðlakeppni Evrópumótsins í Ólympíuhöllinni í Innsbruck, tóku þátt í sigurleiknum í Santos fyrir 13 árum, Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Auk þess var Ágúst Þór Jóhannsson, núverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins, landsliðsþjálfari á þessum tíma.
Rut skoraði fjögur mörk í fyrrnefndum leik og Þórey Rósa þrjú. Karen Knútsdóttir var markahæst með níu mörk og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var þar á eftir með fimm mörk. Stella Sigurðardóttir skoraði þrjú mörk og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Dagný Skúladóttir 1 mark hvor.
Frönsku tvíburarnir dæmdu
Frönsku tvíburasysturnar, Charlotte og Julie Bonaventura voru á þessum árum að stiga sín fyrstu skref í alþjóðlegri dómgæslu. Þær dæmdu leikinn og hafa síðan gert það gott og m.a. dæmt í Meistaradeild karla auk margra lokamóta í kvenna- og karlaflokki.
EM kvenna ”24 – leikjadagskrá, riðlakeppni
A-landslið kvenna – fréttasíða