- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andstæðingar Íslands fara vel af stað í milliriðli

Leikmenn þýska landsliðsins stíga sigurdans í Vínarborg í dag. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Andstæðingar íslenska landsliðsins í riðlakeppni Evópumóts kvenna í handknattleik, Holland og Þýskaland, hófu keppni í milliriðlum Evrópumótsins í kvöld með því að leggja andstæðinga sína. Holland lagði Slóveníu, 26:22, og þýska landsliðið fór illa með nágranna sína frá Sviss, 36:27. Báðar viðureignir fór fram í Vínarborg.


Þjóðverjar voru fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:14. Eins og gegn íslenska landsliðinu í fyrradag þá tók þýska liðið öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik og vann öruggan sigur. Svissneska liðið sem hafði gert það gott á mótinu og m.a. aðeins tapað með fimm marka mun fyrir Dönum og síðan lagt Króata örugglega og Færeyjar eftir harðan slag á lokamínútunum, lentu á vegg gegn þýska liðinu.

Alexia Hauf var markahæst í þýska liðinu með sex mörk og Alina Grijseels og Xenia Smits, sem hafði hægt um sig gegn Íslandi, skoruðu fimm mörk hvor. Tabea Schmid skoraði áttta mörk fyrir Sviss.

Sannfærandi Hollendingar

Angela Malestein var markahæst í hollenska landsliðinu þegar það lagði landslið Slóvena á sannfærandi hátt, 26:22. Hollendingar hafa þar með fjögur stig og mæta Noregi í næstu umferð á laugardaginn. Slóvenar leika sama dag við Sviss.

Slóveninn Ana Abina að komast á auðan sjó í leiknum við Hollendinga. Ljósmynd/EPA

Markverðir beggja liða voru í aðalhlutverkum. Yara Ten Holte varði 15 skot í hollenska markinu, 42%, og Maja Vojnovic stöðvaði jafn mörg markskot, 41%, í marki Slóvena.
Tjaša Stanko var markahæst hjá Slóvenum sem eru án stiga í riðlinum.

Leikmenn sænska landsliðsins fagna sigrinum á Pólverjum á EM í dag. Ljósmynd/EPA

Svíar sterkari í síðari hálfleik

Í fyrsta leik dagsins í milliriðli eitt unnu Svíar öruggan sigur á pólska landsliðinu, 33:25. Pólverjum gekk allt í mót í síðari hálfleik eftir að hafa náð að halda í við sænska liðið lengst af fyrri hálfleiks.
Nathalie Hagman skoraði níu mörk fyrir sænska liðið og Jamina Roberts sex. Monika Kobylinska var atkvæðamest í pólska liðinu með sex mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -