Róbert Aron Hostert fetaði í gærkvöld i fótspor Baldvins Þorsteinssonar þegar hann varð Íslandsmeistari með þriðja liðinu á ferlinum. Róbert Aron vann fyrst titilinn með Fram 2013 og síðar með ÍBV í tvígang áður en hann var í sigurliði Vals á Íslandsmótinu í gær.
Baldvin vann Íslandsmeistaratitilinn með KA, Val og FH áður en hann rifaði seglin.
Þeir eru þó ekki methafar í þessu efnum sem leikmenn. Nína Kristín Björnsdóttir varð Íslandsmeistari í handknattleik sem leikmaður með liðum fjögurra félaga á ferlinum, Haukum, Stjörnunni, ÍBV og Val þar sem hún lauk ferlinum 2010.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn með Gróttu og Val auk þess sem hún lék fyrri hluta tímabilsins 2008/2009 með Stjörnunni sem varð Íslandsmeistari um vorið. Anna Úrsúla gekk til liðs við Esbjerg í Danmörku ársbyrjun 2009.
Ábendingar um fleiri handknattleiksmenn sem hafa orðið Íslandsmeistarar í handknattleik karla og kvenna með þremur eða fleiri liðum á ferlinum eru vel þegnar á netfangið [email protected]
- BM Porriño – Valur, kl. 15
- Vil sjá einbeitt lið og troðfulla höll
- Taka til varna vegna bannsins langa
- Þjálfari BM Porriño segir hraðann vera lykil að sigri
- Baldur Fritz var við æfingar hjá Magdeburg