Angóla varð Afríkumeistari í handknattleik í sextánda sinn í gær eftir að hafa unnið Senegal í úrslitaleik, 27:18, Afríkumótsins sem hófst í Kinsasa, höfuðborg Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó frá 27. nóvember. Landslið Angóla, sem var með íslenska landsliðinu í riðli á HM fyrir ári, hefur lengi borið höfuð og herðar yfir önnur landslið í kvennaflokki í álfunni. Sigurinn í gær var sá fimmti í röð hjá landsliði Angóla en Afríkukeppnin var nú haldin í 26. sinn.
Fjögur efstu á HM 2025
Alls tóku landslið frá 12 löndum þátt í mótinu að þessu sinni. Af því unnu fjögur þeirra sér inn keppnisrétt á HM sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi eftir ár. Auk Afríkumeistara Angóla og silfurliðs verða landslið Túnis og Egyptalands þátttakendur á HM. Túnis lagði Egyptaland, 25:22, í leiknum um bronsverðlaunin.
Suður Kórea í úrslit
Afríkumótið og Evrópumótið eru ekki einu álfumót kvenna í handknattleik sem staðið hafa yfir síðustu daga. Asíumót kvenna stendur yfir í Nýju Delí á Indlandi. Úrslitaleikirnir fara fram á þriðjudaginn en undanúrslit fóru fram í dag. Suður Kórea lagði Íran, 33:20, í fyrri leiknum. Japan lagði Kasakstan, 30:23, í síðari viðureigninni.
Líkt og á Afríkumótinu þá komast fjórar efstu þjóðir Asíumótsins inn á HM 2025.
FULL TIME 🔚
— Asian Handball Federation (@Ahf__official) December 8, 2024
Korea to Asia Final 🇰🇷 pic.twitter.com/nharPDqhS3