- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ungverjar fyrstir í undanúrslit á EM

Katrin Klujber skoraði 10 mörk fyrir ungverska landsliðið þegar það tryggði sér sæti í undanúrslitum EM. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Ungverjar voru fyrstir til þess að innsigla sæti í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í handknattleik í kvöld. Ungverjar unnu Rúmena í þriðju og næst síðustu umferð milliriðils eitt í Debrecen, 37:29. Þetta var sjötti sigur ungverska liðsins í mótinu en það hefur verið afar sannfærandi í þeim öllum. Síðasta viðureignin í milliriðli verður gegn heimsmeisturum Frakka á miðvikudaginn.


Mikill hraði var í leiknum á fyrstu 20 mínútunum og var nánast skorað í hverri sókn. Aðeins dró af rúmenska liðinu þegar á leið og Ungverjar voru með fimm marka forskot í hálfleik, 20:15.
Ungverska liðið hélt sínu striki í síðari hálfleik með afar góðum varnarleik og hröðum og skemmtilegum sóknarleik. Rúmenska liðið átti fá svör og ekki bætti úr skák að markverðir liðsins vörðu vart skot.

Kampakátar konur í ungverska landsliðinu eftir að sæti í undanúrslitum EM var í höfn í kvöld. Ljósmynd/EPA

Fara Frakkar sömu leið?

Frakkar mæta Svíum í síðasta leik þriðju umferðar í milliriðli eitt í Debrecen klukkan 19.30. Franska liðið þarf a.m.k. jafntefli í viðureigninni til þess að fylgja Ungverjum eftir í undanúrslit.


Katrin Klujber skoraði 10 mörk og var markahæst í ungverska liðinu. Viktória Gyori-Lukács var næst á eftir með fimm mörk.
Alls skoruðu 11 leikmenn ungverska liðsins að þessu sinni.

Lorena Gabriela Ostase var atkvæðamest hjá Rúmenum með sex mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -