- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færeyingar slá ekki slöku við – fyrsti leikurinn í nýrri þjóðarhöll verður í mars

Færeyingar fjölmenntu til Basel á EM kvenna á dögunum og studdu dyggilega við kvennalandsliðið sem þar keppti á EM. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Færeyingar slá ekki slöku við byggingu þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir. Ráðgert er að vígsluleikurinn í þjóðarhöllinni, Við Tjarnir, verði miðvikudaginn 12. mars á næsta ári þegar færeyska karlalandsliðið tekur á móti hollenska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Miðasala á leikinn hefst í upphafi næsta árs eftir því sem Handknattleikssamband Færeyja greinir frá í dag.


Fyrsta skóflustungan fyrir keppnishöllinni var tekin fyrir tveimur árum. Höllin á að rúma allt að 2.700 áhorfendur á handboltaleikjum og 4.600 áhorfendur á standandi viðburðum s.s. tónleikum.

Sjá einnig: Hafist handa við byggingu þjóðarhallar í Þórshöfn


Þjóðarhöllin, sem er í útjarðri Þórshafnar, mun leysa af Höllinni á Hálsi sem er fyrir löngu er orðin barn síns tíma og uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til umgjarðar við alþjóðlega kappleiki auk þess sem ekki hefur verið hægt að taka á móti nema hluta þess fjölda áhorfenda sem vilja styðja landsliðin.

Færeyska landsliðið stóð sig vel á EM kvenna á dögunum. Hér þakka leikmenn fyrir stuðninginn. Næsti heimaleikur kvennalandsliðsins verður í nýju þjóðarhöllinni, Við Tjarnir, í apríl í umspili HM. Ljósmynd/EPA

Gríðarlegur áhugi er fyrir handknattleik í Færeyjum um þessar mundir í kjölfar frábærs árangurs karla- og kvennalandsliðanna á Evrópumótunum á þessu ári. Bæði landslið tóku þátt í lokakeppni EM í fyrsta sinn á þessu ári. Auk þess hafa yngri landslið Færeyja gert það afar gott á EM og HM á síðustu árum.

600 fara til Hollands

Þegar er ljóst að 600 Færeyingar hafa keypt sér aðgöngumiða á viðureign Færeyja og Hollands í undankeppni EM karla sem fram fer í Almere í Hollandi sunnudaginn 16. mars.

Sjá einnig frétt Vísis: Býður þjóðarhöll Fær­eyja undir lands­leiki Ís­lands.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -