- Auglýsing -
Angóla varð í gær Afríkumeistari í handknattleik kvenna í þriðja sinn í röð og í fjórtánda skipti alls. Lið Angóla vann Kamerún í úrslitaleik með 10 marka mun, 25:15, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:7.
Túnis vann Kongó, 22:17, í viðureigninni um þriðja sæti. Fjórar efstu þjóðirnar taka þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni í desember.
Alls tóku landslið 14 þjóða þátt í mótinu sem fram fór fram í Kamerún. M.a. var landslið Senegal. Ekki liggur fyrir hvort Birtney Cots fyrrverandi leikmaður FH og tilvonandi liðsmaður Stjörnunnar hafi tekið þátt í mótinu með landsliði Senegal en hún var í æfingahópi liðsins í vetur sem leið í Frakklandi.
- Svíþjóð – Ísland, kl. 15 – textalýsing
- Dagskráin: Í mörg horn á líta innanlands og utan
- Haukar mæta Lviv tvisvar á Ásvöllum um helgina
- Molakaffi: Sabate hættir, Filter, lögðu árar í bát, Kündig
- Þessir verða ekki með á HM í janúar
- Auglýsing -