- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svíar leika um fimmta sætið á EM sem getur skipt máli

Leikmenn sænska landsliðsins fagna torsóttum sigri í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Svíar leika um 5. sætið á Evrópumóti kvenna í handknattleik á föstudaginn gegn annað hvort Danmörku eða Hollandi eftir að hafa lagt Svartfellinga, 25:24, í æsispennandi viðureign og þeirri síðustu sem fram fór á mótinu í Debrecen í Ungverjalandi í kvöld.

Svíar glutruðu boltanum frá sér þegar 20 sekúndur voru eftir. Svartfellingar áttu síðustu sóknina en tókst ekki að jafna metin sem þeir þurftu til að ná þriðja sæti riðilsins.


Úrslit leiksins á föstudag um 5. sætið skiptir máli ef Holland kemst í undanúrslit mótsins vegna þess að þrjár þjóðir tryggja sér faseðil á HM sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi á næsta ári.

Frakkar, sem eru heimsmeistarar, dragast frá þessum þriggja liða hópi. Noregur og Ungverjaland eru þegar viss um HM farseðil. Takist Hollandi að vera í hópi fjögurra efstu þá mun þjóðin sem hafnar í fimmta sæti á HM öðlast beinan þátttökurétt á HM ásamt Noregi og Ungverjum og komast hjá umspilisleikjum í vor. Ef Holland tapar fyrir Danmörku á morgun mun viðureignin um 5. sætið ekki skipta máli vegna þess að Danir fylgja þá Noregi og Ungverjalandi beint inn á HM.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -