- Auglýsing -
Tumi Steinn Rúnarsson og liðsfélagar í Alpla Hard komust áfram í átta liða úrslitum austurrísku bikarkeppninnar í gærkvöld.
Alpla Hard vann þá grannliðið Bregenz, 37:24, eftir að hafa verið níu mörkum yfir í hálfleik, 21:12. Alla jafna eru viðureignir Bregenz-liðanna jafnir og spennandi en svo var sannarlega ekki að þessu sinni.
Tumi Steinn skoraði tvö mörk í leiknum, annað þeirra úr vítakasti. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard og hefur verið frá árinu 2021. Liðið er í öðru sæti austurrísku 1. deildarinnar.
- Auglýsing -