- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur fór mikinn í öruggum sigri – Íslendingar atkvæðamiklir

Dagur Gautason leikmaður ØIF Arendal. Mynd/Helge Olsen
- Auglýsing -


Dagur Gautason fór á kostum með ØIF Arendal í norsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið vann Haslum, 38:29. Dagur var markahæstur á vellinum með níu mörk í ellefu skotum. Ekkert markanna skoraði Akureyringurinn úr vítakasti. Arendal færðist upp í sjöunda sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið hefur 14 stig eftir 14 leiki.


Drammen vann Fjellhammer í hörkuleik í Hamar, 28:27, á útivelli í norsku úrvalsdeildinni og situr í 5. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 14 leiki.

Ísak Steinsson stóð í marki Drammen hluta leiksins og varði 3 skot, 18%. Viktor Petersen Norberg lék ekki með Drammen að þessu sinni vegna meiðsla.

Eitt mark á mann

Íslendingarnir fjórir hjá meistaraliðinu Kolstad, Arnór Snær Óskarsson, Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn Jóhannsson skoruðu eitt mark hver í 37:31 sigri liðsins á heimavelli á Runar frá Sandefjord.

Elverum vann Kristiansand og heldur þar með ein stigs forskoti í efsta sæti deildarinnar með 27 stig eftir 14 leiki. Kolstad er stigi á eftir í öðru sæti.

  • Stöðuna í norsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

Sjö marka sigur hjá Sigurjóni

Sigurjón Guðmundsson markvörður og liðsfélagar í Charlottenlund frá Þrándheimi unnu Ros, fyrrverandi lið Ísaks Steinssonar markvarðar, 38:31, á heimavelli. Sigurjón stóð í marki Charlottenlund hluta leiksins og varði 9 skot á þeim tíma, 31%.

Charlottenlund er í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig eftir 11 leiki. Viking TIF er efst með 20 stig en hefur lokið 12 leikjum eins og Sandefjord og Melhus sem eru í öðru og þriðja sæti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -