Undanúrslitaleikir Evrópumóts kvenna fara fram á föstudaginn í Wiener Stadthalle í Vínarborg. Danir náðu síðasta undanúrslitasætinu í gærkvöld með sigri á Hollendingum í uppgjöri um annað sæti í milliriðli tvö. Noregur og Danmörk fóru áfram í undanúrslit um riðli tvö og Frakkar og Ungverjar úr riðli eitt.
Undanúrslitaleikirnir hefjast klukkan 16.45 og 19.30 á morgun, föstudag. Áður en þeir hefjast mætast Holland og Svíþjóð í leik um 5. sæti mótsins.
Heimsmeistarar Frakklands og Evrópumeistara Noregs eru einu taplausu liðin í keppninni. Ungverjaland og Danmörk hafa tapað einum leik hvort, gegn taplausu liðunum.
Leikjdagskrá morgundagsins
5. sætið:
14.00: Svíþjóð – Holland.
Undanúrslit:
16.45: Ungverjaland – Noregur – sýndur á RÚV2.
19.30: Frakkland – Danmörk – sýndur á RÚV2.
Úrslitaleikir á sunnudag:
14.15: Leikur um 3. sæti.
17.00: Leikur um 1. sæti.
Áhorfspartý í Minigarðinum
Klefinn.is og HSÍ og A-landsliðs kvenna bjóða í áhorfspartý á úrslitaleikinn á Evrópumeistaramótinu í Minigarðinum sunnudaginn 15. desember klukkan 16. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Leikmenn íslenska landsliðsins verða á staðnum og miðla af þekkingu sinni. Einnig bjóða þær upp á eiginhandaráritanum og myndatöku. Handboltáhugafólk er hvatt til þess að mæta á þennan skemmtilega viðburð.