- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Öruggur sigur HK-inga

Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari HK ræðir við sína menn. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


HK-ingar tryggðu sér tvö stig áður en þeir fóru í jólafrí með öruggum sigri á Fjölni, 30:23, í Kórnum í kvöld. HK færðist þar með upp að hlið Gróttu með 10 stig eftir 14 leiki en Gróttumenn eiga leik til góða annað kvöld gegn Fram í Lambhagahöllinni.

Fjölnismenn reka lestina með sex stig og þurfa að nýta næstu vikur til þess að eflast ef ekki á illa að fara þegar upp verður staðið í vor. Spilamennska liðsins í kvöld var ekki góð, síst af öllu í síðari hálfleik.


Þegar blásið var til hálfleiks í Kórnum var HK þremur mörkum yfir, 15:12, en hefði með réttu átt að hafa meira forskot. Óþarflega mörg mistök komu í veg fyrir það.

Hafi Fjölnismenn alið einhverja von í brjósti sér um að verða í jöfnum leik í síðari hálfleik ruku þær vonir út í veður og vind á upphafsmínútum síðari hálfleiks. HK-ingar komu einbeittir til leiks og gerðu út um leikinn á upphafsmínútunum. Þeir náðu átta marka forskoti, 21:13. Fjölni tókst að minnka aðeins bilið um skeið en misstu nánast móðinn síðustu 10 mínúturnar og færðu HK stigin tvö nokkuð átakalítið.


Mörk HK: Leó Snær Pétursson 8, Andri Þór Helgason 5/2, Ágúst Guðmundsson 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Sigurður Jefferson Guarino 3, Haukur Ingi Hauksson 3, Aron Dagur Pálsson 2, Jovan Kukobat 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 14/1, 37,8%.

Mörk Fjölnis: Gunnar Steinn Jónsson 7, Björgvin Páll Rúnarsson 6/2, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 4, Gísli Rúnar Jóhannsson 1, Victor Máni Matthíasson 1, Brynjar Óli Kristjánsson 1, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1, Viktor Berg Grétarsson 1, Alex Máni Oddnýjarson 1.
Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafsson 11, 26,8%.

Staðan í Olísdeild karla.

Tölfræði HBStatz.

Handbolti.is var í Kórnum og fylgdist með viðureign HK og Fjölnis í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -