- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor seldur til Wetzlar – fyrsti leikur á sunnudag

Handknattleiksmaðurinn Viktor Petersen Norberg leikur með Wetzlar næstu mánuði. Ljósmynd/Roy Martin Johnsen/DHK - - birt með góðfúslegu leyfi.
- Auglýsing -


Norska úrvalsdeildarliðið Drammen hefur selt norsk/íslenska handknattleiksmanninn Viktor Petersen Norberg til þýska liðsins HSG Wetzlar. Gengið var frá sölunni í fyrradag og mætti Viktor galvaskur til æfingar hjá Wetzlar í gær. Samningur Viktors við Wetzlar er til loka leiktíðar í vor. Reynslan mun síðan leiða í ljós hvort honum verður boðinn nýr samningur.


Viktor er 24 ára gamall sonur Birnu Petersen fyrrverandi Íslandsmeistara í badminton. Hún hefur búið um langt árabil í Noregi. Faðir Viktors er Ken Håkon Norberg sem lék m.a. um árabil með handknattleiksliðinu Runar í Sandefjord.

Handknattleiksmaðurinn Viktor Petersen Norberg í leik með Drammen gegn Elverum á dögunum. Ljósmynd/Roy Martin Johnsen/DHK – birt með góðfúslegu leyfi.

Viktor er örvhent skytta og hefur vakið mikla athygli síðustu árin með Drammen-liðinu. Skyndileg koma hans til þýska liðsins kemur til vegna þess að serbneska skyttan Nemanja Zelenovic sleit krossband á dögunum og verður frá keppni næsta árið.

Ekki er útilokað að Viktor leiki sinn fyrsta leik með Wetzlar á sunnudaginn á útivelli gegn Ými Erni Gíslasyni og samherjum í Frisch Auf Göppingen. Þar á eftir mætir Wetzlar öðru Íslendingaliði, Gummersbach, sunnudaginn 22. desember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -