Flautað verður til leiks í Grill66-deildum karla og kvenna föstudaginn 17. og sunnudaginn 19. september samkvæmt drögum að leikjadagskrá sem Handknattleikssambands Íslands sendi út til aðildarfélaga sinna í dag.
Tíu lið leika í Grill66-deild karla á næsta keppnistímabili eins og því síðasta. Aftur á móti fjölgar liðum úr níu upp í 12 í Grill66-deild kvenna. Leikin verður tvöföld umferð í báðum leikdeildum.
Grill66-deild kvenna
1.umferð sunnudaginn 19. september:
Víkingur – KA/ÞórU.
Valur U – ÍR.
Stjarnan U – ÍBV U.
HK U – Selfoss.
FH – Fjölnir-Fylkir.
Fram U – Grótta.
Frumdrög að niðurröðun leikja í Grill66-deild kvenna er að finna hér.
Lokaumferðin fer fram 10. apríl, pálmasunnudag, samkvæmt drögunum.
Grill66-deild karla
1.umferð, föstudaginn 17. september:
Afturelding U – Haukar U.
Þór Ak. – Valur U.
Víkingur – ÍR.
Fjölnir – Hörður.
Vængir Júpíters – Selfoss U.
Frumdrög að niðurröðun leikja í Grill66-deild karla er að finna hér.
Áætlað er að leikir lokaumferðarinnar fari fram föstudaginn 8. apríl, rúmri viku fyrir páska.
- Hollenska landsliðið var grátt leikið af því norska
- Eftir erfiðar tíu mínútu var þetta ágætur leikur
- Ísak og félagar unnu fyrri leikinn í Bosníu
- Dagskráin: Heil umferð í Grill 66-deild karla
- Molakaffi: Elvar, Arnar, Teitur, Daníel, Elmar, Daníel, Guðmundur, Tryggvi, Arnar,