- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viljum vera á stórmótum – mikilvægir leikir fyrir okkur

- Auglýsing -


„Það er ástæða fyrir því að við vorum í efri styrkleikaflokki en þær í neðri og við munum gera okkar allra besta til þess að vinna leikina, það er okkur mjög mikilvægt,“ segir Steinunn Björnsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is um væntanlegan andstæðing íslenska landsliðsins í umspili HM kvenna sem fram fer í apríl. Dregið var í dag.


Aðeins eru tvö ár síðan að leikið var við Ísrael í forkeppni HM. Íslenska liðið vann báða leikina sem fram fóru hér á landi, 34:26 og 33:24.

Steinunn segir mikilvægt að rifja aðeins upp hverjir styrkleikar ísraelska liðsins voru og mæta vel undir leikina búnar. Ekkert er gefið þegar kemur að íþróttum.

„Fyrsta og fremst verðum við áfram að huga að okkur og taka áfram þau góðu skref sem við vorum að taka á EM. Við erum fullar tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni vegna þess að við viljum vera á stórmótum. Leikirnir við Ísrael í apríl eru skref í þá átt,“ sagði Steinunn.

Veltir framtíðinni fyrir sér

Spurð hvort hún ætli að gefa kost á sér áfram í landsliðið og þá í leikina við Ísrael svaraði Steinunn að hún ætlaði að gefa sér lengri tíma til þess að velta framtíðinni fyrir sér.

„Ég ætla að að pæla í framhaldinu yfir hátíðarnar sem framundan eru,“ sagði Steinunn Björnsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is

Myndskeiðsviðtal er við Steinunni í þessari frétt.

Viðtalið var tekið áður en staðfest var að báðar viðureignir Íslands og Ísraels fara fram hér á landi 9. og 10. apríl á næsta ári.

A-landslið kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -