„Ég er ekkert eðlilega fúll,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR eftir að lið hans féll úr leik í átta liða úrslitum Poweradebikarnum í handknattleik karla í kvöld með eins marks tapi fyrir Stjörnunni, 35:34, í Skógarseli. ÍR var yfir í leiknum í 55 mínútur en það dugði ekki til.
x
Náðu að klóra sig inn í leikinn
„Við spiluðum alveg stórkostlega, ekki síst í fyrri hálfleik þegar við vorum algjörlega með tökin. Ég er ógeðslega stoltur af strákunum,“ sagði Bjarni og bætti við að óþarfa mistök hafi reynst dýr þegar upp var staðið. „Þegar við vorum oft út af þá náðu Stjörnumenn að klóra sig inn í leikinn.“
Misstu taktinn
Bjarni sagði að miklu hefði munað fyrir ÍR að missa tvo leikmenn af leikvelli með rautt spjald fyrir þrjá brottrekstra. Einnig varð Bernard Kristján Darkoh að fara af leikvelli um tíma vegna meiðsla en kom aftur við sögu þegar á leið. „Bæði lið voru oft utan vallar og þá vill takturinn aðeins detta úr leiknum,“ sagði Bjarni.
Lengra myndskeiðsviðtal er við Bjarna inn í þessari grein.
Sjá einnig: „Þetta er bara geggjað“