Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari íslenska karla landsliðsins í handbolta er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttarins Klefinn með Silju Úlfars.
Snorri Steinn býr sig nú undir heimsmeistaramótið sem fer fram í janúar. Snorri spilaði 257 leiki fyrir íslenska landsliðið, þá var hann einnig atvinnumaður í Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi.
Snorri ræðir starf landsliðsþjálfara, aðdraganda heimsmeistaramótsins og hvernig rútínan þeirra verður úti.
Snorri ræðir einnig ferilinn og deilir reynslu sinni af mótlæti, meðal annars að klikka á mikilvægu víti gegn Ungverjum á Ólympíuleikunum í London 2012. Reynsla sem hann vann ekkert úr.
Þá fengu þau spurningar frá ungu íþróttafólki, sem snúast um að ná árangri, hvað býr til gott lið sóknarlega og varnarlega, hvaða eiginleika er gott að hafa í sókn og vörn og fleira.
Snorri hvetur alla til „að nenna“ að leggja sig fram og ná sínum markmiðum.
Þáttinn er m.a. hægt að nálgast hér fyrir neðan.