- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðmundur Bragi í sigurliði – jafntefli hjá Donna

Guðmundur Bragi Ástþórsson gekk til liðs við Bjerringbro/Silkeborg í sumar. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -


Guðmundur Bragi Ástþórsson og liðsfélagar í Bjerringbro/Silkeborg unnu Skjern á útivelli, 33:29, í 17. og síðustu umferð ársins í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Þeir ljúka þar með árinu í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig eftir 17 leiki, tveimur stigum á eftir Fredericia HK sem er í þriðja sæti, og tveimur stigum fyrir ofan Skanderborg AGF sem gerði jafntefli við Gindsted í dag, 28:28.


Guðmundur Bragi skoraði eitt mark úr vítakasti í leiknum í Skjern í dag. Næsti leikur Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni verður í byrjun febrúar að loknu heimsmeistaramótinu í handknattleik.

Kristján Örn Kristjánsson skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu í jafntefli Skanderborg AGF gegn neðsta liðinu Grindsted GIF á heimavelli. Botnliðið hefur verið að færa sig upp á skaftið síðustu daga og sló m.a. TTH Holstebro út í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í vikunni.

Donni og félagar eru einnig komnir í vetrarfrí frá leikjum.

Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -