- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistararnir létu til sín taka þegar mestu máli skipti

Sveinn Jóhansson leikmaður Kolstad, Ísak Steinsson markvörður Drammen, Sigvaldi Björn Guðjónsson og Benedikt Gunnar Óskarsson leikmenn Kolstad komu allir við sögu í dag. Ljósmynd/ Roy Martin Johnsen
- Auglýsing -


Eftir tap fyrir Arendal í vikunni þá risu Noregsmeistarar Kolstad upp eins og fuglinn Fönix þegar mestu máli skipti í dag. Þeir mættu efsta liði norsku úrvalsdeildarinnar, Elverum, á heimavelli og sýndu að þeir eru ekki af baki dottnir í titilbaráttunni. Kolstad vann með þriggja marka mun, 32:29, að viðstöddum á þriðja þúsund áhorfendum í Kolstad-Arena í Þrándheimi.


Sigvaldi Björn Guðjónsson fyrirliði Kolstad fór fyrir sínum mönnum í leiknum og skoraði fimm mörk. Benedikt Gunnar Óskarsson og Sveinn Jóhannsson skoruðu sitt hvort markið. Benedikt Gunnar átti þrjár stoðsendingar og bróðir hans Arnór Snær tvær en sá síðarnefndi átti ekki markskot.

Simen Ulstad Lyse var markahæstur hjá Kolstad með níu mörk. Sander Sagosen skoraði sjö mörk. Patrick Anderson skoraði níu mörk fyrir Elverum sem hefur nú eins stigs forskot á Kolstad í efsta sæti deildarinnar.

Kolstad og Drammen mætast í úrslitum bikarkeppninnar sunnudaginn 29. desember.


Drammen gerði góða ferð til Sandefjord og lagði heimamenn í Runar, 33:27, og komst þar með á sigurbraut á ný eftir tvo tapleiki. Ísak Steinsson, markvörður, spreytti sig á einu vítakasti í leiknum en varði það ekki.

Dagur Gautason skoraði sex mörk í sjö skotum þegar ØIF Arendal gerði jafntefli við Bergen Håndball, 34:34. ØIF Arendal er í áttunda sæti með 17 stig eftir 17 leiki eins og Drammen.

Staðan í norsku úrvalsdeildinni í karlaflokki:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -