Einn samherji Arons Pálmarssonar hjá spænska stórliðinu Barcelona er með covid19 og er kominn í einangrun. Faðir leikmannsins, sem er þjálfari Barcelona, verður eftir heima í fyrramálið þegar liðið heldur til Úkraínu þar sem það mætir Motor Zaporozhye í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagskvöld.
Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu sem Barcelona gaf út síðdegis. Þar segir að sýni frá Alex Pascual, sem er 18 ára gamall, hafi reynst jákvætt fyrir covid19. Niðurstaða barst í morgun. Hann hafi ekki verið í nánu sambandi við leikmenn liðsins síðustu daga. Þar af leiðandi er ekki talið að hann hafi smitað samherja sína.
Xavi Pascual, þjálfara Barcelona, og faðir Alex gekkst einnig undir sýnatöku sem reyndist neikvæð. Xavi verður engu að síður í sóttkví næstu daga og mun ekki hitta leikmenn liðsins meðan gengið er úr skugga um að hann hafi ekki smitast af syni sínum. Fer hann m.a. aftur í covid-próf fljótlega. Feðgarnir búa m.a. undir sama þaki og hafa verið í nálægð hvors annars undangengna daga.