- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki og Ómar luku tímabilinu á flugeldasýningu

Bjarki Már Elísson átti afar góðu gengi að fagna hjá Lemgo. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon buðu upp á flugeldasýningu í dag þegar lið þeirra, Lemgo og Magdeburg, mættust í lokaumferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Bjarki Már skoraði 15 mörk og Ómar Ingi var með 12 mörk þegar Bjarki Már og félagar höfðu betur, 32:27.


Ómar Ingi skoraði þar með 274 mörk í leikjum sínum í deildinni á leiktíðinni. Það kemur hinsvegar ekki í ljós fyrr en á fjórða tímanum í dag hvort það nægi honum til þess að verða markakóngur deildarinnar því Marcel Schiller, sem er í öðru sæti með 263 mörk, leikur ekki með Göppingen fyrr en síðar í dag.


Ómar þurfti 19 skot til að skora mörkin 12. Hann skoraði m.a. úr fjórum vítaköstum.


Bjarki Már geigaði aðeins á einu skoti í leiknum, fimmtán mörk í 16 skotum, þar af fimm mörk úr vítaköstum. Bjarki Már varð markakóngur deildarinnar á síðasta ári og er öruggur með þriðja sætið á markalistanum með 253 mörk. Afar ósennilegt er að Robert Weber sem er í fjórða sæti skori 29 mörk fyrir Nordhorn þegar liðið fær Erlangen heim á eftir.


Magdeburg var öruggt með þriðja sæti deildarinnar nokkru fyrir leikinn í dag. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Magdeburg vegna meiðsla.

Lemgo er sem stendur í 7. sæti en gæti fallið niður ef vel gengur hjá MT Melsungen, Göppingen og Wetzlar sem eru næst á eftir og eiga leik til góða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -