Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg, varð í dag markakóngur þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Hann skoraði 12 mörk í síðasta leik Magdeburg á keppnistímabilinu gegn Lemgo og skoraði alls 274 mörk í 38 leikjum, fjórum mörkum fleiri en Marcel Schiller, vinstri hornamaður Göppingen.
Ómar Ingi var að ljúka sínu fyrsta tímabili í þýsku 1. deildinni en hann kom til félagsins á síðasta sumri frá Aalborg í Danmörku. Hann er 24 ára gamall.
Þetta er annað árið í röð sem Íslendingur er markakóngur deildarinnar en Bjarki Már Elísson skoraði flest mörk allra á keppnistímabilinu 2019/2020. Bjarki Már hafnaði í þriðja sæti að þessu sinni með 253 mörk í 37 leikjum.
Þar með hafa fjórir Íslendingar orðið markakóngar þýsku 1. deildinnar. Auk Ómars Inga og Bjarka Más eru það Sigurður Valur Sveinsson, Lemgo, árið 1985 og Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach árið 2006. Þrír þeirra hafa leikið með handknattleiksliði Selfoss, Ómar Ingi, Bjarki Már og Sigurður Valur.
Þrír Íslendingar eru á meðal þeirra sex efstu. Viggó Kristjánsson, Stuttgart, hafnaði í sjötta sæti með 230 mörk eins og Hampus Wanne leikmaður Flensburg. Wanne lék tveimur leikjum færra en Viggó og hirti þar af leiðandi fimmta sætið.
Nafn, félag, heildarmörk/þar af vítaköst/stoðsendingar.
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg, 274/134/91.
Marcel Schiller, Göppingen, 270/120/10.
Bjarki Már Elísson, Lemgo, 254/95/5.
Robert Weber, Nordhorn, 235/1135/167.
Hampus Wanne, Flensburg, 230/91/18.
Viggó Kristjánsson, Stuttgart, 230/89/74.
Julius Kühn, MT Melsungen, 211/0/103.
Niclas Ekberg, Kiel, 205/98/11.
Florian Billek, Coburg, 204/46/18.
Hans Lindberg, F.Berlin, 197/111/17.
Timo Kastening, MT Melsungen, 194/35/11.
Noah Beyer, Essen, 194/93/10.
Christoffer Rambo, GWD Minden, 187/5/131.
Hendrik Wagner, Ludwigshafen, 182/9/27.
Jim Gottfridsson, Flensburg, 177/15/201.
Simon Jeppsson, Erlangen, 177/18/125.
Sander Sagosen, Kiel, 175/20/147.
Kai Häfner, NT Melsungen, 168/0/134.
Andy Schmid, R-N-Löwen, 167/27/114.
Vladan Lipovina, Balingen, 167/0/71.
Uwe Gensheimer, R-N-Löwen, 163/649/9.
Juri Knorr, GWD Minden, 161/31/84.
Lucas Krzikalla, Leipzig, 156/99/5.
Lenny Rubin, Wetzlar, 155/2/54.
Ivan Martinovic, H.Burgdorf, 155/52/67.