- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Cupic, Goluza, Schjött hættir, Blonz, Löfqvist

Ivan Cupic hefur tekið við þjálfun hjá uppeldisfélagi sínu. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Einn þekktasti handknattleiksmaður Króata á síðari árum, Ivan Cupic, hefur verið ráðinn þjálfari hins forna stórliðs RK Metkovic sem hafði viðbótarheitið Jambo þegar liðið lék við Hauka í undaúrslitum EHF-keppninnar í ársbyrjun 2001. Nokkru síðar datt botninn úr öllu saman hjá RK Metkovic enda var aðalstyrktaraðli félagsins flæktur margskonar misskilning. Hefur liðið ekki borið sitt barr síðan.
  • Cupic lék með liðinu í upphafi aldarinnar og hefur nú snúið til baka sem þjálfari eftir að hafa lagt keppnisskóna á hilluna í vor. RK Metkovic er í næst neðsta sæti króatísku úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti í deildinni á næstu leiktíð. Cupic segir það vera forgangsmál að rífa liðið upp úr öldudalnum áður en frekar uppbygging hefst.
  • Annar fyrrverandi landsliðsmaður Króata og landsliðsþjálfari frá 2010 til 2015, Slavko Goluza, hefur tekið við þjálfun GRK Varazdin í heimalandi sínu. Eins og hjá Cupic er verk að vinna hjá Goluza GRK Varazdin þótt liðið sé ekki í fallsæti og eins og Metkovic sem Cupic var að taka við. 
  • Goluza hefur marga fjöruna sopið á þjálfaraferli sínum. Síðustu misseri hefur hann þjálfað Al Qadsia í Kúveit.
  • Irma Schjött markvörður danska liðsins Ikast hefur neyðst til þess að hætta í handknattleik. Ítrekuð höfuðhögg valda því að hún tók þessa ákvörðun aðeins 26 ára gömul. Höfuðhöggin hafa haft langvarandi áhrif á heilsu hennar. Schjött lék nokkra landsleiki fyrir Svíþjóð.
  • Norski hornamaðurinn Alexandre Blonz hefur dregið sig út úr landsliðshópnum sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik karla vegna meiðsla í hné. August Pedersen hefur tekið stöðu Blonz í norska landsliðinu sem fer til Spánar í vikunni til tveggja vináttuleikja. 
  • Sænska landsliðskonan Olivia Löfqvist hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska meistaraliðið Esbjerg frá og með næstu leiktíð. Löfqvist leikur nú með Storhamar í Noregi og var í sigurliði félagsins sem vann Evrópudeildina síðasta vor.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -