- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gille er hoppandi kátur

Guillaume Gille landsliðsþjálfari Frakka í handknattleik karla. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Guillaume Gille, landsliðsþjálfari Frakklands í handknattleik karla, var hoppandi kátur í dag þegar Dika Mem og Elohim Prandi fengu grænt ljós á að taka þátt í undirbúningi franska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik sem hefst í næstu viku. Læknateymi Evrópumeistara Barcelona útskrifaði Dika Mem eftir að hann náði ótrúlega skjótum bata eftir að hafa gengist undir aðgerð á vinstri öxl fyrir tveimur mánuðum.


Prandi hefur verið meiddur á olnboga síðan snemma í nóvember þegar hann meiddist í leik með franska landsliðinu.

Báðir leikmenn höfðu verið afskrifaðir sem þátttakendur á heimsmeistaramótinu. Talið var alveg víst að Mem yrði í þrjá mánuði frá keppni vegna axlarmeiðsla og aðgerðar vegna þeirra. Mem hefur árum saman verið besta örvhenta skytta heims og sannkallaður galdramaður með boltann að því undaskildu er hann afhenti þýska landsliðinu boltann á silfurfati í viðureign þjóðanna í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar. Atvik sem gerði út um vonir Frakka í handknattleikskeppni leikanna.


Prandi er einn skæðasti handknattleiksmaður heims. Mörgum er enn í fersku minni þegar hann skoraði beint úr aukakasti gegn Svíum í undanúrslitaleik Evrópumótsins fyrir ári, mark sem þótti ekki vera gott og gilt þótt það fengi að standa. Myndskeið af markinu er hér fyrir neðan.


Víst er að möguleikar franska landsliðsins til þess að vera í verðlaunasæti á HM aukast verulega með þá Mem og Prandi innanborðs.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -