- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fáum alvöru test áður en alvaran tekur við

- Auglýsing -

„Það hefur gengið vel eftir góðar æfingar fyrstu daga ársins. Útlitið er gott,“ segir Teitur Örn Einarsson landsliðsmaður í handknattleik sem æft hefur af miklum móð með íslenska landsliðinu síðustu daga en framundan er þátttaka á heimsmeistaramótinu. Selfyssingurinn er í fyrsta sinn í landsliðshópi Snorra Steins Guðjónssonar ef undan er skilin sólarhringsdvöl með hópnum undir lok Evrópumótsins í Þýskalandi fyrir ári.


„Ég reikna með að geta komið með mína styrkleika inn í liðið og hjálpað til,“ segir Teitur Örn sem fer með íslenska landsliðinu til Svíþjóðar síðar í dag sem fyrir dyrum standa tveir vináttuleikir, á gamla heimavelli Teits Arnar í Kristinstad annað kvöld og í Malmö á laugardaginn. Teitur Örn lék með Kristinstad frá 2018 til 2021.

„Það er frábært að fá tvo góða æfingaleiki, komast í rytma og ekki verra að mæta sterku landsliði eins og Svíar hafa á að skipa. Við fáum alvöru test áður en alvaran tekur við,“ segir Teitur Örn sem var síðast með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramóti fyrir sex árum í Þýskalandi. Í millitíðinni tók hann þátt í EM 2022 í Ungverjalandi.

„Við erum allir spenntir fyrir mótinu og staðráðnir í að gera okkar allra, allra besta,“ segir Teitur Örn Einarsson stórskytta Gummersbach í Þýskalandi og íslenska landsliðsins.

Nánar er rætt til Teit Örn í myndskeiði í þessari frétt.


Heimsmeistaramótið í handknattleik karla hefst 14. janúar í Danmörku, Króatíu og Noregi. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins verður 16. janúar. Áður HM hefst leikur íslenska landsliðið tvo leiki við Svía ytra 9. og 11. janúar. Báðir leikir verða sýndir á RÚV. Fyrri viðureignin hefst klukkan 18 og síðari klukkan 15. Landsliðið fer til Svíþjóðar í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -