- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjálfstraustið inni á gólfinu er í góðu lagi

- Auglýsing -

„Ég hef verið með á öllum æfingum fram til þessa og finn lítið sem ekkert til í hnénu,“ segir Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik og Eyjamaður með meiru. Hann eins og aðrir leikmenn landsliðsins stefnir ótrauður á heimsmeistaramótið sem hefst í næstu viku. Elliði Snær var frá keppni í nokkrar vikur í nóvember og desember vegna hnémeiðsla en náði nokkrum leikjum með Gummersbach fyrir lok ársins.


„Það var gott að ná leikjum fyrir áramótin, ekki síst þeim síðasta hjá Gummersbach þegar ég var í 45 mínútur sem vonandi slær tóninn fyrir næstu verkefnu. Auðvitað hefði ég viljað mæta til leiks í betra leikformi, hafa tekið þátt í fleiri leikjum. Sjálfstraustið inni á gólfinu er í góðu lagi,“ segir Elliði Snær sem hlakkar til leikjanna við Svía ytra á morgun og á laugardag.

Gott að eiga tromp inni

Elliði tekur undir að skarð sé fyrir skildi að Aron Pálmarsson tekur ekki þátt í leikjunum við Svía og væntanlega heldur ekki viðureignunum þremur í riðlakeppni HM.

„Sem betur erum við ótrúlega vel mannaðir en það verður kærkomið að eiga tromp inni þegar líður á mótið,“ segir Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður og leikmaður þýska liðsins Gummersbach.

Nánar er rætt til Elliða Snær í myndskeiði í þessari frétt.

Heimsmeistaramótið í handknattleik karla hefst 14. janúar í Danmörku, Króatíu og Noregi. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins verður 16. janúar. Áður HM hefst leikur íslenska landsliðið tvo leiki við Svía ytra 9. og 11. janúar. Báðir leikir verða sýndir á RÚVFyrri viðureignin hefst klukkan 18 og síðari klukkan 15. Landsliðið fer til Svíþjóðar í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -