- Auglýsing -
- Díana Dögg Magnúsdóttir lék allan leikinn fyrir Blomberg–Lippe í kvöld í sigri á gamla liðinu, BSV Sachsen Zwickau, 31:20, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik.
- Verulegan hluta leiksins lék Díana Dögg á miðjunni í sókninni. Hún skoraði tvö mörk, átti fjórar stoðsendingar, var með þrjú sköpuð færi og vann eitt vítakast.
- Andrea Jacobsen var ekki með Blomberg-Lippe í kvöld vegna meiðsla en hún missteig sig á æfingu á dögunum. Blomberg-Lippe er í fjórða sæti deildarinnar með 15 stig að loknum 12 leikjum, fór stigi upp fyrir Bensheim/Auerbach.
- Sandra Erlingsdóttir og liðsmenn TuS Metzingen léku ekki kvöld. TuS Metzingen sækir Oldenburg heim á föstudaginn.
- Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði þrjú mörk þegar Volda vann Flint Tønsberg, 30:27, á útivelli í næst efstu deild norska handknattleiksins í kvöld. Volda er efst í deildinni með 25 stig eftir 14 leiki, tveimur stigum á undan Fjellhammer sem tapaði öðru leik sínum í röð í gær.
- Birta Rún Grétarsdóttir skoraði sex mörk fyrir Fjellhammer í tapleiknum við Pors, 29:28, heimavelli. Fjellhammer hefur 23 stig.
- Fredrikstad Bkl., sem Elías Már Halldórsson þjálfar, vann Gjerpen, 32:30, á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðin eru jöfn í 10. og 11. sæti deildarinnar af 14 liðum með sex stig.
- Elín Jóna Þorsteinsdóttir kom ekkert við sögu þegar lið hennar, Aarhus Håndbold tapaði með sex marka mun á heimavelli fyrir Nykøbing Falster Håndbold, 31:25, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Aarhus Håndbold situr í 11. sæti af 14 liðum deildarinnar með fimm stig þegar 12 leikir eru að baki.
- Stöðuna í dönsku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Auglýsing -