- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR-ingar áttunda liðið í átta liða úrslit

Ásthildur Bertha Bjarkadóttir hornkona ÍR, og liðsfélagar komust áfram í bikarnum í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

ÍR var í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Poweradebikars kvenna í handknattleik. ÍR vann Aftureldingu, 21:19, að Varmá eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 11:10.

Dregið á morgun

Dregið verður í átta liða úrslit í hádeginu á morgun. Auk ÍR verða nöfn Fram, Víkings, Gróttu, ÍBV, Stjörnunnar, Vals og Hauka í skálunum sem dregið verður upp úr, allt lið í Olísdeildinni nema Víkingur.

Aftureldingarliðið var með frumkvæðið í fyrri hálfleik í viðureigninni við ÍR í kvöld. ÍR skoraði þrjú fyrstu mörk síðari hálfeiks, komst yfir og gaf aldrei tækifæri á að endurheimta yfirhöndina. Mestur var munurinn fjögur mörk um miðjan síðari hálfleik, 17:13, og aftur 19:15 þegar um átta mínútur voru eftir af leiktímanum.


Mörk Aftureldingar: Susan Ines Gamboa 8, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 3/2, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Hulda Dagsdóttir 2/2, Ragnhildur Hjartardóttir 1, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 10/1, 38,5% – Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 7, 58,3%.


Mörk ÍR: Katrín Tinna Jensdóttir 4, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 3, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 3/1, Sara Dögg Hjaltadóttir 3/2, Vaka Líf Kristinsdóttir 1, Anna María Aðalsteinsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 9/1, 47,4% – Ingunn María Brynjarsdóttir 5, 35,7%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -