- Auglýsing -
Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í TuS Metzingen unnu í kvöld Oldenburg, 26:24, á útivelli í 12. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Sigurinn er væntanlega jákvætt teikn fyrir TuS Metzingen eftir þjálfaraskiptin í síðasta mánuði eftir endasleppta leiki framan af leiktímabilinu.
TuS Metzingen er aðeins tveimur stigum á eftir Oldenburg í sjöunda sæti af 12 liðum deildarinnar með 11 stig. Oldenburg er tveimur stigum ofar stigi á eftir Bensheim/Auerbach.
Sandra skoraði tvö mörk úr vítaköstum og átti einnig tvær stoðsendingar.
Staðan í þýsku 1. deildinni:
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -