Í dag og á morgun leikur kvennalið Hauka tvisvar á Ásvöllum gegn HC Galychanka Lviv í 16 liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna. Þetta verður verða fyrstu heimaleikir Hauka í keppninni en liðið lagði belgískt félagslið í fyrstu umferð og króatískt í annarri umferð í október og nóvember. Loksins er komið að heimaleikjum hjá Haukum í Evrópukeppni kvenna sem var með á ný í vetur eftir sjö ára fjarveru.
Leikirnir í dag og á morgun hefjast klukkan 17 og vitanlega á Ásvöllum í Hafnarfirði. Díana Guðjónsdóttir og Stefán Arnarson þjálfara Hauka tefla fram sínum öflugustu leikmönnum í báðum viðureignum.
Þrjár mættu íslenska landsliðinu
Þrír HC Galychanka Lviv voru í úkraínska landsliðinu sem mætti íslenska landsliðinu á Evrópumótinu sem fram fór í lok nóvember og í byrjun desember. Sex leikmenn voru í stóra hópnum sem valinn var fyrir mótið. Tveir leikmenn Hauka, Elín Klara Þorkelsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir tóku þátt í Evrópumótinu.
Tvisvar til Aserbaísjan
HC Galychanka Lviv, andstæðingur Hauka, lék gegn félagsliðum frá Aserbaísjan bæði í 64 og 32 liða úrslitum, eins ótrúlega sem það kann að hafa verkast. Í 64-liða úrslitum í október vann HC Galychanka Lviv lið Azeryol HC í tveimur leikjum sem fram fóru í Bakú, samanlagt 68:38. Í 32-liða úrslitum í nóvember hafði HC Galychanka Lviv betur gegn Garabagh HC, 68:38, í tveimur leikjum í Mingechevir í Aserbaísjan, 67:39.
Verð aðgöngumiða á hvorn leik er 2.000 kr en hægt verður að kaupa miða á báða leikina fyrir 3.000 kr í miðasölu á Ásvöllum. Miðasalan er einn af mikilvægari hluta tekjuöflunar Hauka vegna þátttökunnar í Evrópukeppninni.
Evrópukeppni kvenna – fréttasíða.