- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð og lærisveinar kreista út sigur – úrslit vináttuleikja dagsins

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Þýska landsliðið í handknattleik átti í mesta basli með landslið Brasilíu í síðari vináttuleiknum í Hamborg í kvöld að viðstöddum 12.379 áhorfendum. Uppselt var á leikinn. Þjóðverjum tókst að merja út sigur á síðustu mínútum leiksins, 28:26, eftir að hafa verið undir, 17:13, að loknum fyrri hálfleik. Tíu mínútum fyrir leikslok var staðan jöfn, 23:23.


Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands tefldi fram sínu besta liði strax í upphafi. Það dugði ekki því Brasilíumenn tók fljótt frumkvæðið. Um miðjan síðari hálfleik var þýska liðið tveimur mörkum undir. Alfreð tók leikhlé og endurskipulagði leikinn skipti inn á óþreyttum leikmönnum. Allt kom fyrir ekki. Sóknarleikurinn var ekki góður.

Heldur hýrnaði yfir þýska liðinu í síðari hálfleik enda fór svo að það hafði betur öðru sinni. Þetta var annar sigur Þjóðverja á Brasilíumönnum en sjö mörkum munaði þegar upp var staðið frá fyrri viðureigninni í Flensborg á fimmtudagskvöld.

Úrslit vináttulandsleikja í dag og kvöld:
Svíþjóð – Ísland 26:24 (14:11).
Þýskaland – Brasilía 28:26 (13:17).
Slóvakía – Egyptaland 24:39 (12:19).
Argentína – Rúmenía 30:31 (16:15).
Spánn – Noregur 33:31 (15:17).


Forkeppni EM karla 2028, 2. umferð:
Kýpur – Bretland 26:28 (11:15).
Búlgaría – Malta 30:13 (13:5).
Staðan eftir tvær umferðir af þremur:
Bretland 4 stig, Kýpur 2 stig, Búlgaría 2 stig, Malta 0.
Síðustu leikirnir fara fram á morgun, sunnudag.
– Leikið er í Varna í Búlgaríu. Allir leika við alla. Eitt lið áfram á næsta stig forkeppninnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -