- Auglýsing -
- Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króata fékk góð tíðindi í gær þegar í ljós kom að David Mandic meiddist ekkert alvarlega í sigurleiknum á Slóvenum í fyrradag. Mandic fór meiddur af leikvelli í síðari hálfleik og var óttast það versta. Eftir læknisskoðun í gær kom skýrt fram að meiðslin væru ekki alvarleg og Mandic heldur þar með áfram að æfa og búa sig undir HM á heimavelli sem hefst í næstu viku.
- Tomáš Piroch verður eftirmaður Viggós Kristjánssonar hjá þýska liðinu SC DHfK Leipzig. Piroch kemur til félagsins í sumar frá pólska meistaraliðinu Wisla Plock að lokinni þriggja ára vist. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning og verður þar með lærisveinn Rúnars Sigtryggssonar.
- Norðmaðurinn Bent Dahl hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Serbíu í kvennaflokki. Dahl hefur síðustu þrjú ár verið þjálfari tékkneska kvennalandsliðsins en hætti eftir EM í síðasta mánuði.
- Dahl bíður ærið verk við að hressa upp á serbneska landsliðið sem hefur verið í lægð síðustu árin auk þess sem leikmenn hafa ekki gefið kost á sér vegna flokkadrátta. Uros Bregar hætti þjálfun serbneska landsliðsins að loknu Evrópumótinu.
Oftast lesið síðasta sólarhring:
- Auglýsing -