- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Díana og samherjar fóru vel af stað í Evrópudeildinnni

Díana Dögg Magnúsdóttir var í sigurliði Blomberg-Lippe í Evrópudeildinni í gær. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þýska handknattleiksliðið Blomberg-Lippe fór afar vel af stað í Evrópudeildinni í handknattleik í gær en liðið er nú með í fyrsta sinn. Liðið lagði JDA Bourgogne Dijon Handball frá Frakklandi, 35:30, á heimavelli. Andrea Jacbosen lék ekki með Blomberg-Lippe vegna meiðsla. Díana Dögg Magnúsdóttir var á hinn bóginn með og stóð að vanda fyrir sínu.

Fjögur mörk

Díana Dögg skoraði fjögur mörk, átti tvær stoðsendingar var með sex sköpuð færi auk þess að vinna boltann tvisvar í vörninni.

Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson dæmdu leikinn af röggsemi eins og þeirra er von og vísa.

Blomberg-Lippe var marki yfir í hálfleik, 18:17. Öflugur lokakafli liðsins tryggði því sigurinn með sjö af síðustu níu mörkum leiksins.

Næst til Ungverjalands

Sextán lið unnu sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir áramótin. Þau eru nú í fjórum fjögurra liða riðlum. Auk Blomberg-Lippe og JDA Bourgogne Dijon Handball er pólska liðið KGHM MKS Zaglebie Lubin og Mosonmagyarovari KC frá Ungverjalandi í C-riðli. Lubin lagði Mosonmagyarovari, 31:29, á heimavelli í gær.

Blomberg-Lippe sækir Mosonmagyaróvár heim á sunnudaginn eftir viku.

Elías Már á leik í dag

Norska liðið Fredrikstad Bkl., sem Elías Már Halldórsson þjálfar, er í C-riðli Evrópudeildar. Fredrikstad Bkl fær þýska liðið Bensheim/Auerbach í heimsókn í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -