- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aldís Ásta og Vilborg í sigurleikjum í Svíþjóð

Aldís Ásta Heimisdóttir leikmaður Skara HF. Mynd/Ljugström Photography
- Auglýsing -

Aldís Ásta Heimisdóttir og liðsfélagar í Skara HF færðust upp í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í gær eftir stórsigur á Ystads IF, 36:24, á heimavelli í 12. umferð deildarinnar. Aldís Ásta lét hressilega til sín taka í leiknum. Hún skoraði fimm mörk úr fimm skotum og gaf átta stoðsendingar.

Auk Aldísar Ástu þá var Melanie Felber öflug með 13 mörk og Emilie Holst Firgaard markvörður var aðsópsmikil með 42% hlutfallsmarkvörslu.

Skara-liðinu hefur vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið. Það hefur unnið helming leikja sinna, gert tvö jafntefli en tapað fjórum viðureignum. Aldís Ásta er sínu þriðja keppnistímabili hjá félaginu.

Sävehof og Skuru er tvö sterkustu lið deildarinnar og sitja í tveimur efstu sætunum með 19 stig hvort. Á eftir koma Skara HF, Önnereds og VästeråsIrsta HF með 14 stig hvort. Hallby, H65 Höör og Aranäs er skammt á eftir.

Í sjötta sæti

Í Allsvenskan, næst efstu deild, eru Vilborg Pétursdóttir og samherjar í Stokkhólmsliðinu AIK í sjötta sæti með 13 stig eftir 13 leiki. AIK vann Boden á heimavelli í gær, 26:24. Vilborg skoraði ekki að þessu sinni.

Vilborg Pétursdóttir leikmaður AIK í Stokkhólmi. Ljósmynd/Viktor Källberg

AIK endurheimti sæti í Allsvenskan eftir síðasta tímabil eftir að hafa leikið eitt tímabil í deildinni fyrir neðan. Vilborg, sem lék með Haukum, hefur verið leikmaður AIK í um fimm ár og staðið sig vel. Hún fór á sínum tíma út til Svíþjóðar í Mastersnám hefur ílengst ytra eftir að náminu lauk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -